fimmtudagur, október 26, 2006
mánudagur, október 16, 2006
Tobacco Castello
Ferðin var frábær og of langt mál að segja alla ferðasöguna. Ferðaðist með Njólu og las Njálu í flugvélum. Sólin og sandurinn heilluðu í Viginia Beach og mannflóran var skemmtileg í Boston. Og alls staðar góður matur og nóg af honum.
Hef síðustu sex árin alltaf annars lagið leytað að uppáhalds-píputóbakinu hans pabba þegar ég er á flandri í útlöndum. Tóbakið kemur frá ítalíu og heitir Castello. Ég hef spurst fyrir í Barcelona, Kaupmannahöfn, London, Búdapest, Vín og núna síðast í Boston. Og það er hvergi fáanlegt.
Í tóbaksbúðinni í Boston kom eigandinn askvaðandi af lagernum þegar hann heyrði orðið castello innan úr búðinni. Hann upplýsti mig um að tóbakið er afar sjaldgæft en að Castello pípurnar séu hins vegar algengari. Að lokum mokaði hann sýnishorni úr krukku og leysti mig út með bæklingi og nafnspjöldum. Því ef pabbi vildi kaupa notaðar Castello pípur þá gæti hann reddað því. Fastakúnnar ráfuðu inn í búðina og kveiktu sér í stórum vindlum. Það var einhver horfinn sjarmi yfir þessari búð. Einhver sál sem finnst ekki í flóðalýstum verslunarkjörnum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)