mánudagur, febrúar 18, 2008
Sufjan
hefur verið í eyrunum á mér undanfarið eitt og hálft ár. Þegar ég hleyp, geng og strunsa, lafmóð og sveitt um stræti Kópavogs. Hér er eitt af lögunum. Mæli með honum og Illinois.
laugardagur, febrúar 09, 2008
Þegar Kiddi segir: ,,Þær mættu áðan vinkonur þínar" eða ,,Þær eru komnar, vinkonur þínar" þá veit ég að hann er að tala um gæsirnar sem eru farnar að venja komur sínar í garðinn. Núna liggja þér makindalegar í snjónum, mæna öðru hverju upp að svölunum. Það hljóta að vera fleiri en ég sem missa mola fram af svölum.
föstudagur, febrúar 08, 2008
Á kvöldum eins og þessu er fátt betra en ljóðalestur undir leslampa. Hægt að fá þrusugóðar ljóðabækur á nýjum vef Nykurs: www.nykur.is
sunnudagur, febrúar 03, 2008
Mig grunar að sunnudagsbíltúr
Björns Bjarnasonar hafi verið upp í Efstaleiti, þar sem hann ræddi við ýmsa hljóðnema. Fréttatími útvarpsins kl. 18 bar þess greinilega merki.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)