sunnudagur, júní 29, 2008

Þegar fólk fær dóm fyrir saknæmt athæfi og fer síðan í fjölmiðla og tjáir sig sem fórnarlömb mikils ranglætis finnst mér það bera vott um siðblindu.

þriðjudagur, júní 24, 2008

Skrásetjari

er starfsheitið mitt. Fyrir um ári síðan þegar ég hóf störf sem skrásetjari fannst mér þetta frekar hallærislegur titill og ekki flott fyrir ferilskrána. En nú þegar tíminn líður er mér farið að þykja undurvænt um þetta orð. Er bæði hreykin og stolt af þessu hlutverki. Því hvað gerir skrásetjari? Og hvað gerir skrásetjari ekki?

föstudagur, júní 06, 2008

Fyrir stuttu

dreymdi mig draum um að mig dreymdi draum um dagsetningu. Í draumnum (inni í draumnum) dreymdi mig dagsetningu fram í tímann og vísbendingarnar voru samúðarkort. Þegar ég vaknaði varð ég óendanlega glöð yfir því að draumurinn hafði bara verið draumur.