föstudagur, september 19, 2008

Í dag hef ég bara eitt að segja um veðrið í gær: Hryssingslegt!!!

Hefði ég í gær tjáð mig um veðrið í dag, hefði ég sagt það sama.

föstudagur, september 05, 2008


Ég nýt þeirra forréttinda að fá að fylgjast með þroska dóttur minnar sem er núna 4 ára.

Í leiðinni rifjast upp ýmislegt úr eigin æsku.

Rétt í þessu mundi ég þetta: Hver kannast ekki við nautnina af því að naga barbídúkkufætur?