Stundum getum maður ekki orða bundist. Stundum fer maður á leiksýningu sem hreyfir svo gjörsamlega við manni að þegar sýningin er hálfnuð fer maður að hugsa „Ég þarf að sjá þetta aftur. Mig langar að lesa handritið. Ég þarf að sjá þetta oft.“ Og þegar maður gengur út þarf maður að jafna sig og vinna úr reynslunni. Þá er gott að vera ekki ein heldur hafa góða vinkonu sem líður nákvæmlega eins. Við verðum að setjast niður til að ræða sýninguna. Úrvinnsla í samtali. Skiptumst á skynjunum og túlkunum; drögum hvora aðra á land í átt að skilningi en síðan aftur inn í þokuna miðja.
Ádeilan í
leiksýningunni Karma fyrir fugla í
Þjóðleikhúsinu er svo beitt að hún ristir mann á hol. Textinn er algjört nammi
en á sama tíma ógeð. Allt dansar á mörkum raunveruleikans og þarna er brugðið
upp hliðarveruleika sem á sér skuggalega mikla samsvörun í samtímanum. Það er
allt vaðandi í torræðum táknum. Á sama tíma er sýningin eins og myndverk og það
glittir í sirkúsinn. Leikurinn er afbragð hjá öllum leikurum og það er eitthvað
magíst við hana Ólafíu Hrönn, hún má ekki stíga á svið án þess að maður finni
svo sterkt fyrir djúpum harmi sem leynist á bak við allt.
Vonandi ratar
þessi sýning aftur á fjalirnar í Þjóðleikhúsinu. Þetta er sýning sem heimurinn
þarf að sjá. Þýðum leikverkið á öll heimsins tungumál og setjum það upp í Suður-Ameríku,
Finnlandi, Hollandi, Frakklandi, Kína, alls staðar. Það er mikilvægt.