Fyrir nákvæmlega 10 árum síðan sat ég oft í sófanum í Engihjallanum með lítinn stelpuunga á brjósti. Þá átti ég það til að kveikja á sjónvarpinu og HM í fótbolta var það eina sem var í boði. Yfirleitt get ég ekki setið kyrr undir svona leikjum, þarf að vaska upp eða ranka við mér að mæna út um gluggann. Ég sökk sem sagt inn í þennan heim fyrir 10 árum, sat kyrr og lærði að meta boltann. Fljótlega sá ég að allt getur gerst. Sá möguleiki skapar svo mikla spennu því allt getur gerst.
[Mynd af bolta á grasi.]
Núna heyri ég óminn af heimsmeistarakeppninni, sé veggjakrot um alla netheima, fréttamiðla, sjónvarpsskjái á veitingastöðum og hróp og köll. Að ekki sé talað um lætin þegar Alsírbúar vinna. Um daginn fögnuðu þeir/þau (virðast bara vera karlmenn) til kl. 3 um nóttina með gargi og bílflauti á Signubökkum. Fánar blöktu úr bílrúðum.
[Mynd af öskrandi körlum.]
Núna fer keppnin að ná hámarki og ég hef áhyggjur af ójafnvæginu sem þetta skapar í hormónaflæði heimsins. Í heiminum er núna allt of mikið af testósteróni, karlorkan tröllríður heiminum. Við þurfum jafnvægi, þurfum hlýju og blíðu og meira estrógen. Kvenorku. Á milli leikja þyrftu að vera beinar útsendingar frá brjóstagjöfum eða dansi. Það getur ekki verið gott að keyra karlhormónin upp í svona miklar öfgar. Samsetning hormóna stjórnar deginum okkar og er kokteill sem blandar sér saman sjálfur, í þeim hlutföllum sem æviskeiðið, tíðahringurinn eða eitthvað allt annað stjórnar.
[Mynd af blúndum og fjöðrum.]
Ég bið bara um estrógen á skjáinn, meira estrógen fyrir heiminn.
mánudagur, júní 30, 2014
sunnudagur, júní 29, 2014
Rotturnar við Notre Dame
Ég á stefnumót kl. 1 í nótt. Ég á að mæta við hliðið hér úti. Þá munu tvær konur koma og fara með mér að skoða rotturnar við Notre Dame. Þegar ljósin sem lýsa upp kirkjuna eru slökkt koma þær víst á stjá í hundruðatali. Það verða myndavélar.
Í gærkvöldi fór ég á sýningu á stuttri heimildarmynd um leiðangur til Anartika en það er landsvæði sem tilheyrir engri þjóð og er sameign allra. Fékk snert af heimþrá við að sjá landslag og rok sem minnir á Ísland. Eftir sýninguna kom kona frá Suður-Afríku að okkur finnsku konunni og sagði: ,,Á 10 dögum ætlum við að gera verkefni um brúðkaup Jóhönnu af Örk. Hún giftist aldrei, við þurfum að láta hana giftast. Við þurfum að búa til kjól." Við hinar sögðum auðvitað ,,Já, fínt." Verkefnið er ennþá að leita sér forms og ekki víst að Jóhanna verði með áfram en rotturnar vilja komast að.
Þess vegna á ég stefnumót í kvöld. Það verður spennandi að sjá hvað gerist. Best af öllu er að rjúfa (þó ekki sé nema öðru hverju) einangrunina, hina lamandi einangrun, sem fylgir því að skrifa.
Í gærkvöldi fór ég á sýningu á stuttri heimildarmynd um leiðangur til Anartika en það er landsvæði sem tilheyrir engri þjóð og er sameign allra. Fékk snert af heimþrá við að sjá landslag og rok sem minnir á Ísland. Eftir sýninguna kom kona frá Suður-Afríku að okkur finnsku konunni og sagði: ,,Á 10 dögum ætlum við að gera verkefni um brúðkaup Jóhönnu af Örk. Hún giftist aldrei, við þurfum að láta hana giftast. Við þurfum að búa til kjól." Við hinar sögðum auðvitað ,,Já, fínt." Verkefnið er ennþá að leita sér forms og ekki víst að Jóhanna verði með áfram en rotturnar vilja komast að.
Þess vegna á ég stefnumót í kvöld. Það verður spennandi að sjá hvað gerist. Best af öllu er að rjúfa (þó ekki sé nema öðru hverju) einangrunina, hina lamandi einangrun, sem fylgir því að skrifa.
laugardagur, júní 28, 2014
Ágengar hljóðbylgjur, mörk og mildin ein
Fór á tónleika í gær. Þrjú hljóðfæri (held ég) og tveir flytjendur. Orgel, rafmagnssnúrur og dót á borði og ótrúlega fallegt lítið, spes og gamaldags rafmagnspíanó. Verkið var nánast einn samfelldur hljómur í klukkutíma. Ágengar hljóðbylgjur sem hjúpa. Til skiptis óþægilegt og svæfandi.
En vildi segja annað.
Ráfaði um daginn í kringum hjartakirkjuna á Montparnasse hæðinni og settist í lítinn garð. Þar voru stálpaðir krakkar að hlaupa um og leika sér. Þau voru að stríða hvert öðru, halda, þvinga, biðja um frelsi og ekki veita frelsi, setja mörk en ekki virða þau, læra að mörk eru ekki virt. Ég þekki svo vel svona leiki. Þeir virðast saklausir en mér finnast þeir stórhættulegir. Og þessi setning poppaði upp: Að setja ekki mörk eru ofbeldi gegn manni sjálfum - að virða ekki mörk er ofbeldi gegn öðrum.
Hitti börnin mín bara á netinu þessa dagana og sakna þeirra óendanlega mikið. Fæ að faðma þau um miðjan júlí og hlakka mikið til. Um daginn hringdi ég í dótturina og hún sagði: ,,Því miður er ég núna að borða svo ég get ekki talað við þig núna. Það er matartími." Ég verð sjaldan eins stolt og þegar dóttir mín setur mér mörk. Og ég virði þau. Mér finnst það eitt það mikilvægasta sem hægt er að kenna og læra: að setja mörk, halda mörk og virða mörk. Í því er fólgin bæði sjálfsvirðing og virðing gagnvart öðrum.
Já og svo er það mildin. Orðið sjálfsmildi dúkkar stöðugt upp í kollinum á mér. Og brosmildi. Í mildinni er mýkt. Þarf að melta mildina betur, tala eflaust meira um hana seinna.
En vildi segja annað.
Ráfaði um daginn í kringum hjartakirkjuna á Montparnasse hæðinni og settist í lítinn garð. Þar voru stálpaðir krakkar að hlaupa um og leika sér. Þau voru að stríða hvert öðru, halda, þvinga, biðja um frelsi og ekki veita frelsi, setja mörk en ekki virða þau, læra að mörk eru ekki virt. Ég þekki svo vel svona leiki. Þeir virðast saklausir en mér finnast þeir stórhættulegir. Og þessi setning poppaði upp: Að setja ekki mörk eru ofbeldi gegn manni sjálfum - að virða ekki mörk er ofbeldi gegn öðrum.
Hitti börnin mín bara á netinu þessa dagana og sakna þeirra óendanlega mikið. Fæ að faðma þau um miðjan júlí og hlakka mikið til. Um daginn hringdi ég í dótturina og hún sagði: ,,Því miður er ég núna að borða svo ég get ekki talað við þig núna. Það er matartími." Ég verð sjaldan eins stolt og þegar dóttir mín setur mér mörk. Og ég virði þau. Mér finnst það eitt það mikilvægasta sem hægt er að kenna og læra: að setja mörk, halda mörk og virða mörk. Í því er fólgin bæði sjálfsvirðing og virðing gagnvart öðrum.
Já og svo er það mildin. Orðið sjálfsmildi dúkkar stöðugt upp í kollinum á mér. Og brosmildi. Í mildinni er mýkt. Þarf að melta mildina betur, tala eflaust meira um hana seinna.
föstudagur, júní 27, 2014
Hreyfing í rými
Í gærkvöldi stökk ég í Metró, þræddi mig frá línu eitt yfir á fjögur og stökk upp á yfirborðið í hverfi sem er allt öðruvísi en það sem ég bý í. Svolítið eins og að koma til annars lands. Við götuna sem ég fór eftir voru hárgreiðslustofur í röðum og inni á einni þeirra sátu allir makindalega, horfðu upp í loftið eða ofan í síma og hárlubbarnir um allt. Gólfið var loðið. En ég hélt áfram eftir götunni yfir í dansstúdíóið til að dansa 5 rytma dans. Dansaði í tvo klukkutíma með um 70 manns - við flæddum, spörkuðum, kýldum, hrisstum, svitnuðum og svifum um rýmið (finn ekki fleiri orð í augnablikinu, þau koma kannski á eftir). Allir hlógu, brostu og kannski féllu nokkur hljóðlát tár. Úr flæði yfir í stakkató yfir í kaós yfir í lýrík yfir í kyrrð. Það er næstum ekkert fallegra í heiminum en sjálfsprottinn dans. Þar sem líkaminn fær að taka yfir, rafboðin í höfðinu fá hvíld, og hreyfingin tekur völdin. Svo nauðsynlegt að losna úr viðjum rökhugsunar.
Dansinn kemur upprunalega frá Gabriellu Roth og hér er myndband sem útskýrir fyrirbærið:
Og svo er hægt að finna kennara um allan heim og stökkva á línu eitt yfir á fjögur, fara í jörðina og upp aftur, í flugvél, lest eða bíl og dansa. Dansadansa og dansa. Á eyjunni köldu er líka hægt að dansa - sjá hér: http://www.dansfyrirlifid.is/en/
Í ferlinu verður hreinsun, opnun, útrás og traust. Eitthvað óvænt, eitthvað nýtt. Hlýtt.
Dansinn kemur upprunalega frá Gabriellu Roth og hér er myndband sem útskýrir fyrirbærið:
Og svo er hægt að finna kennara um allan heim og stökkva á línu eitt yfir á fjögur, fara í jörðina og upp aftur, í flugvél, lest eða bíl og dansa. Dansadansa og dansa. Á eyjunni köldu er líka hægt að dansa - sjá hér: http://www.dansfyrirlifid.is/en/
Í ferlinu verður hreinsun, opnun, útrás og traust. Eitthvað óvænt, eitthvað nýtt. Hlýtt.
fimmtudagur, júní 26, 2014
Fögnum óreiðunni (nokkur orð um straum og kaós og forðun og þess háttar)
[Hér er mynd af húmkenndu landi.]
Hér í Frakklandi eru mánudagar Lundi og hvítvínið sem ég
keypti um daginn heitir Saumur. Sem er næstum því Straumur. Straumur er saumfar
þess sem flæðir. Vatn, rafmagn og kannski eitthvað fleira sem ég kem ekki auga
á. Straumfar. Flæðistraumur.
[Mynd af árbakka, nokkur blóm.]
Í gær fór ég að tvo ólíka viðburði sem tengjast skrifum,
útgáfu og bókum. Fyrst var það tveggja klukkutíma umræður útgefenda, kennara, umboðsmanns og bóksala um útgáfuheiminn og bóksölu. Einhver óljós forvitni rak mig af stað. Í salnum var fullt af alls konar fólki
en þegar spurningarnar fóru að flæða um greindi ég örvæntingu og ótta. Fólk
vildi vita hvað væri best að gera og vildi læra réttu trixin til að fá umboðsmann
og svo útgáfu og svo líka góða sölu. Öskubuskuþráin. Spurningar komu
fram eins og: Þarf höfundur að hafa heimasíðu? Hvernig er best að senda
handritið til umboðsmanns? o.s.frv. Ég gekk út og þessi spurning spratt fram og
ásækir mig enn: „Þurfum við að læra að þekkja strauminn til að geta fylgt
honum? Þurfum við að fylgja straumnum? Er það list?“ Flæðistraumur.
[Mynd af rykugum straumbreyti.]
Hinn viðburðurinn var öllu ánægjulegri. Á efri hæðinni í
bókabúðinni Shakespeare & Company var búið að raða upp stólum í örlitlu
rými. Um er að ræða eldgamla og sögufræga bókabúð sem selur bækur á ensku og
þær flæða upp um alla veggi. Flæðistraumur. Hillur og mublur eru eldgamlar og
alveg sérstakur andblær þarna inni. Kathryn Heyman hélt fyrirlestur í
klukkutíma undir yfirskriftinni „The Art & Carpentry of Fiction.“ (Kathryn
er ástralskur höfundur). Skemmtilegur, fræðandi og gagnlegur fyrirlestur á
margan hátt. Hún lagði upp helstu byggingaþætti hinnar hefðbundnu sögu með
vilja persónunnar, bresti hennar, hindranir og bjargvættinum. Þættir sem ég held að sé gaman að þekkja en þarf líka að brjóta upp. Það sem ég hjó
sérstaklega eftir var umfjöllun hennar um kaós. Hún sagði að líklegast þarf
höfundurinn að ganga í gegnum sömu hluti og persónur hans, að á einhvern hátt
muni það speglast. Og að kaós sé mjög mikilvægt í ferlinu þ.e. að persónan og
höfundurinn missi algjörlega fótanna, sjái engan tilgang, missi von, missi
tökin og upplifi algjöra óreiðu. Þegar persónan/höfundurinn kemst í gegn getur
viðkomandi séð tilgang, jafnvel æðri tilgang, í ferlinu og hvernig allt hefur
breyst. Í því samhengi benti hún á einhvern sem tók viðtöl við fólk sem fékk
sjúkdóm og glímdi við veikindi og að þar væru þrjú atriði sem hver og einn
þyrfti að fara í gegnum: 1. Fyrstu fréttir teknar inn en fólk ætlar samt að
komast í gegn og þetta verði allt í lagi og hafi engin áhrif. 2. Algjört kaós
og vonleysi. 3. Líður betur og sér tilgang með öllu saman, sér breytinguna sem
reynslan hefur knúið fram. Það sé hins vegar mjög algengt að fólk fari beint
frá fyrsta stiginu yfir á það þriðja og sleppi við óþægindin sem fylgir
kaósinu. Hins vegar sýni rannsóknir að þessir sjúklingar eru lengur að ná sér
andlega eftir veikindin heldur en þeir sem fóru í gegnum kaós. Áhugavert.
[Línur, strik, hringir, krass, flækja.]
Forðunarfíkn ýtir óreiðunni burt. En svo er spurning hvort
það sé ekki líka einhver tegund af forðunarfíkn sem verður til þess að ég
eltist við svona viðburði í stað þess að sitja kyrr og skrifa? Halda inn í óreiðuna, á móti straumnum. Merkilegt hvað
tjáningarþörfin er misjöfn á milli daga og líka mismikil þörfin fyrir að varpa
henni síðan út í rýmið, rúmið, tómarúmið, óreiðuna. Fögnum óreiðunni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)