hristið fram klútana, verið tilbúin með dælurnar, kæra starfsfólk á flugvellinum Charles de Gaulle. Börnin mín munu bráðum lenda og skjálfandi móðirin er tryllt af tilhlökkun og mun að öllum líkindum bresta í mikinn gleðigrát við að fá þau í fangið, þessa fallegu unga.
Framundan er nýr kafli í París :-)
þriðjudagur, júlí 15, 2014
mánudagur, júlí 14, 2014
Frelsi
Hér er Bastilludagurinn og í kvöld fer ég út að leita uppi flugelda. Merkilegur dagur og fallegir hestarnir sem töltu meðfram Signu fyrr í dag.
Fékk sting í hjartað og maginn fór á hvolf þegar herþoturnar tóku oddaflug yfir borgina í morgun. Svipað gerðist um daginn þegar hermenn með alvæpni stigu óvænt inn í metrólest. Fæ alltaf ælu í hálsinn þegar ég sé stríðsminjasöfn og upphafningu stríða. Hugsaði síðan: Það var rétt ákvörðun hjá mér að fæðast í herlausu landi.
Skil ekki fyrirbærið her og vopn. Eigum við möguleika á raunverulegu frelsi á meðan þessi fyrirbæri eru til á jörðinni?
Fékk sting í hjartað og maginn fór á hvolf þegar herþoturnar tóku oddaflug yfir borgina í morgun. Svipað gerðist um daginn þegar hermenn með alvæpni stigu óvænt inn í metrólest. Fæ alltaf ælu í hálsinn þegar ég sé stríðsminjasöfn og upphafningu stríða. Hugsaði síðan: Það var rétt ákvörðun hjá mér að fæðast í herlausu landi.
Skil ekki fyrirbærið her og vopn. Eigum við möguleika á raunverulegu frelsi á meðan þessi fyrirbæri eru til á jörðinni?
fimmtudagur, júlí 03, 2014
Tíðarandinn
er skrítin skepna, ósýnilegur og allt um lykjandi, kannski eins og lykt sem ólík nef nusa uppi og finna ólíka lykt (ég elska reyndar svitalykt en það er efni í sér pistil). Ég hef verið að rekast á óþægileg og afhjúpandi orð sem ég tengi við tíðarandann og fésbókina og netheima og nútímann. Orðin eru ...
[Mynd af fiskineti og skrilljón föstum fiskum.]
Orðin eru: viðurkenningarþörf og sýniþörf. Og svo er hægt að blanda við það gægjuþörf og þá er komin fullkomin fésbókarhegðun (ég er sjálf á kafi í þessum hugminnkandi efnum og fóðra sýniþörfina hérna). Fjarskipti eru víst bara ein tegund af samskiptum og koma ekki í staðinn fyrir nærskipti (einmitt, nýtt orð). Um daginn ráfaði ég hér um göturnar og uppgötvaði að ég var að láta fésbókina skekkja sýn mína á heiminn. Mér fannst eins og allir væru að byrja saman, ættu trúlofunarafmæli eða brúðkaupsafmæli og hamingjusprengjur að sprynga einhvers staðar langt í burtu. Ég datt sem sagt í fómó-fár (fomo: fear of missing out) og alls konar annað. Æ, ég veit ekki, ég bæði elska fésbókina og óttast hana. Áhrif hennar eru lúmsk.
[Mynd af straumþungri á.]
Hægt og sígandi breytast viðhorf og samhorf (já nýtt orð) og nærskiptin rýrna og við vöknum upp með næringarskort. Æ, ég skil ekki þessar flækjur en segi bara að lokum: Verum vakandi, við lifum á flóknum tímum.
miðvikudagur, júlí 02, 2014
Þessir dagar
Hef ekkert að segja, hér er sól og flóð af fólki sem ráfar um göturnar. Hími yfir leikriti, laga og færi til og breyti. Ég les upphátt, prufa hlutverkin til að átta mig á hljóminum og taktinum. Ef nágrannar sjá mig inn um gluggann þá furða þeir sig eflaust á þessum hamagangi og skjálftanum í stúlkunni þarna hinum megin. Svei mér þá held ég þurfi að panta leiklestur til að átta mig á þráðunum, áður en ég læt ræsa prentvélarnar (ef þetta er leikbært og prenthæft). Langar svo að hefja jaðarútgáfu leikrita, setja á bók texta í biðstöðu, texta sem eiga heima annars staðar og vilja lifna við, tímabundinn stjarfi.
Hingað kom með mér bókin Steingerð vængjapör eftir Tor Ulven. Fletti tvisvar af handahófi og kem tvisvar niður á sama ljóðið, leyfi því að fylgja hér (þýðandi er Magnús Sigurðsson):
Sittu hjá mér
vina, segðu frá
þeim dögum þegar
ég verð
ekki til.
Hingað kom með mér bókin Steingerð vængjapör eftir Tor Ulven. Fletti tvisvar af handahófi og kem tvisvar niður á sama ljóðið, leyfi því að fylgja hér (þýðandi er Magnús Sigurðsson):
Sittu hjá mér
vina, segðu frá
þeim dögum þegar
ég verð
ekki til.
þriðjudagur, júlí 01, 2014
Innblástur
kallar á fráblástur og svo er líka til áblástur. Af einhverri rælni datt ég inn í bíómyndina "Ashes and Snow" sem er eftir Gregory Colbert og frá árinu 2005. Reyndar er myndin hluti af myndlistarsýningu með ljósmyndum og nokkrum Haiku myndum. Ég mundi vilja sjá þessa sýningu á Íslandi (ef hún hefur ekki verið þar nú þegar og ég ekki tekið eftir því).
Hér er heimasíða listamannsins: https://gregorycolbert.com/
Ljóðræn mynd, svífandi, skynjandi um samband manna og dýra og flæði og snertingu og svo framvegavegis. Þegar ég fór að gramsa á netinu um þessa mynd rak það á fjörur mínar að tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson á tóna í myndinni. Þegar leið á myndina fór ég að kannast við mig. Undrastúlkan mín, hún Bat for lashes, notaði greinilega atriði úr myndinni í myndbandi við það lag hennar sem hefur veitt mér hvað mestan innblástur. Kannski af því tónarnir og orðin og allt andrúmsloftið er á margra faðma dýpi. Í undirdjúpunum er yfirborð sjávar eins og himinn. Hér er það:
Brauðmolaspeki dagsins er: Anda inn, inn, inn - svo út. Innblásumst.
Hér er heimasíða listamannsins: https://gregorycolbert.com/
Ljóðræn mynd, svífandi, skynjandi um samband manna og dýra og flæði og snertingu og svo framvegavegis. Þegar ég fór að gramsa á netinu um þessa mynd rak það á fjörur mínar að tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson á tóna í myndinni. Þegar leið á myndina fór ég að kannast við mig. Undrastúlkan mín, hún Bat for lashes, notaði greinilega atriði úr myndinni í myndbandi við það lag hennar sem hefur veitt mér hvað mestan innblástur. Kannski af því tónarnir og orðin og allt andrúmsloftið er á margra faðma dýpi. Í undirdjúpunum er yfirborð sjávar eins og himinn. Hér er það:
Brauðmolaspeki dagsins er: Anda inn, inn, inn - svo út. Innblásumst.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)