sunnudagur, apríl 15, 2007
6:45 / 260
Á slaginu 6:45 á hverjum morgni hrópar feykiróan í næsta herbergi: Ég er vöknuð!!! Þá hrópa ég á móti: Komdu að kúra! og þar með fer dagurinn af stað. Og sum kvöld skokka ég hring um bæinn og eftir að ég fann tröppurnar 260 þá eru brauðfæturnir smám saman að styrkjast. Sem sagt, mikið að gera og nauðsynlegt að setja HVÍLD og nóg af henni inn í dagskrána.
laugardagur, apríl 07, 2007
Kraftbirtingarhljómur hugmynda
Kvöldin mín eru full af bókum og netrápi en sjónvarpslampinn kaldur. Kveikti þó á heimilisaltarinu um daginn og rakst á raunveruleikaþátt um leitina að ameríska uppfinningamanninum. Hafði bara nokkuð gaman af. Sérstaklega þar sem ég rifjaði upp alla bílskúrs-uppfinningamennina sem ég talaði við í gamla starfinu. Neistinn í augunum á þeim þegar þeir lýsa uppgötvunun sínum er svo heillandi. Þessi drifkraftur þegar hugmyndir fá orð, form og tilgang.
Í ameríkunni er hægt að fá einkaleyfi á öllu undir sólinni á meðan í Evrópu og þar með talið Íslandi eru reglurnar mun, mun strangari. Þess vegna fussaði ég og sveiaði yfir öllum uppfinningunum í þættinum sem höfðu ekki nógu mikið nýnæmi, voru ekki með nógu háa uppfinningahæð og vitað mál að fagmenn á viðkomandi sviði geta auðveldlega látið sér detta í hug að leysa vandann akkurat svona.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)