laugardagur, ágúst 25, 2007


Ég minnist þessi ekki að hafa nokkurn tímann þrifið af jafn mikilli gleði og ánægju og í gærkvöldi. Þessi ómælda gleði stafaði af því að loksins loksins er prófið í íslensku máli að fornu búið og nú get ég snúið mér að rykkornum (sem ekki er skortur á hér um slóðir) í staðinn fyrir wa-stofan, ija-stofna, wan-stofan og aðra won-stofna.
Hins vegar lærði ég skemmtilega ljóðrænar setningar við lesturinn mikla. Setningar á borð við ,,afturvirk fjarlíking", ,,framvirk samlögun" og margt fleira.

Engin ummæli: