mánudagur, júlí 14, 2008

Vestfirðir framundan

Þá er fjögurra vikna sumarfrí hafið. Fríið byrjaði á því að tölvan mín losaði sig við öll forrit, þar með talið netið. Það er ótrúleg lífsreynsla að hafa kvöldið framundan og geta valið á milli lesturs, skrifs og sjónvarps. Lesturinn hefur haft yfirhöndina og nú er ekkert um annað að ræða en krota texta í skyssubókina. Það krefst útsjónasemi og nýrrar hugsunar að lifa án word, excel og netsins. Núna sit ég á Borgarbókasafni og kemst þar á netið, slík er fíknin.

Framundan er vikuferð um Vestfirði og spennan magnast. Vestfirðingar eiga hrós skilið fyrir flottan vef: www.vestfirdir.is.

Stefnan er tekin á Baldur, Rauðasand, Hnjót, Látrabjarg og síðan er algjört möst að skoða "Melodíur minninganna" á Bíldudal. Að öðru leyti er ekkert planað nema vonandi fáum við kaffi á Flateyri.

1 ummæli:

Hafrún sagði...

Góða ferð!