laugardagur, ágúst 30, 2008



Tók þátt í 3 km skemmtiskokki í Reykjavíkurmaraþoni og var að rifna úr monti. Í gærkvöldi las ég ljóð á Sandgerðisdögum. Þar las líka Gunna Lísa frænka og Fríða og Smári úr Klassart (líka frændsystkini mín) tóku lagið. Skemmtilegt kvöld í gamla góða bænum mínum.

Mitt á milli skokksins og lestursins fylltist ég óvæntri sorg yfir því að John Lennon er ekki á lífi. Þar hefur heimildarmyndin um Annie Leibovitz sem var sýnd í sjónvarpinu í vikunni eflaust haft áhrif.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já finnst hún Anne L. svo góð, ég hafði ekki hugmynd að hún hafi tekið þessa frægu mynd af John og Yoko nokkrum tímum áður en hann dó! Alveg gæsahúðamóment þegar maður komst að því.