laugardagur, janúar 31, 2015
thjíle um nótt
Síðasta miðvikudag skilaði ég af mér stóru verkefni og því fylgdi svo mikið spennufall að ég fékk kvef í kjölfarið og vaki um nætur en glugga þá bara í bók eftir Roberto Bolano sem ber sama nafn og þetta lag og á kápu bókarinnar er tré í laginu eins og landið í titlinum og skrítið að það er líka tré sem fylgir með þessu lagi kannski er þetta sántrakkið við bókina kannski er þetta sándtrakkið við sál mína. Annars er ég ekki að tengja við þessa bók, er bara með hugann við kvefið og verkefnið en leyfi orðunum að líða hjá, tek þau inn og læt líkamann um að melta, frásoga næringarefnin í skjóli nætur. Annars má alveg fara að koma vor, svona bráðum.
miðvikudagur, janúar 21, 2015
Ssssssssssefjunarmáttur
Ég vaknaði nokkuð óvænt klukkan fjögur í nótt
og fann tilgang lífsins undir koddanum og ég sá að allt það góða í lífinu
byrjar á S.
Sitja standa skokka synda sofa sópa súpa skríða
syngja snúa sér að ljósinu
sinna sjálfum sér samþykkja sig
semja sögur
skrifa ljóð
sinna stelpu og strák
sdansa
snara.is
sjóast í samskiptum
sýna samkennd
standa með sér og sínu og sínum
segja satt
sigla sinn sjó
seigla
súpa seiðið af s... eitthvað
standa aftur upp
sjá skammdegið koma og fara
Vera í s-inu sínu
sátt
sannleikurinn
skessur
strindberg
sorgin
síma til guðs
sdansa
sjóga
sálin og skúmaskot hennar
skassið
allt sem er sjaldgæft og/eða síðbúið
sjór sól
ský stjörnur samlokur sérar og senjórítur snjór spor
sasen
sushi (og hvítvín)
SÚKKULAÐI
steiktar sætar kartöflur (sjúkt)
sérstakur saksóknari
Sandgerði
Sínaífjall
stór
sprengidagur
sláttur í hjarta og vængjum
sérhljóðar og samhljóðar
sdansa
sleikjó
Suður-Ameríka
sameinast samlagast
sjúga skinn
syndga
strjúka
spila á spil eða hljóðfæri
sdansa
= samasem
allar Suðurgötur þessa lands
skip steinar sandur sjávarfang sykur salt sultur sveppir
slippur
selir
skógarstígur
sippuband á skógarstígnum
skjóta rótum (í skóginum með sippuband í hendi)
strætó stjörnumerki skæpspjall
stökkva (upp fram niður)
stíga (upp fram niður)
stútfullir svefnpokar
sjöunda sporið
sár sem gróa
sdansa
sæmd
sigur
Að ónefndur öllum Stínum, Siggum, Siddum, Sjonnum
og Siljum þessa heims.
Ég segi það satt!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)