laugardagur, janúar 31, 2015
thjíle um nótt
Síðasta miðvikudag skilaði ég af mér stóru verkefni og því fylgdi svo mikið spennufall að ég fékk kvef í kjölfarið og vaki um nætur en glugga þá bara í bók eftir Roberto Bolano sem ber sama nafn og þetta lag og á kápu bókarinnar er tré í laginu eins og landið í titlinum og skrítið að það er líka tré sem fylgir með þessu lagi kannski er þetta sántrakkið við bókina kannski er þetta sándtrakkið við sál mína. Annars er ég ekki að tengja við þessa bók, er bara með hugann við kvefið og verkefnið en leyfi orðunum að líða hjá, tek þau inn og læt líkamann um að melta, frásoga næringarefnin í skjóli nætur. Annars má alveg fara að koma vor, svona bráðum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli