föstudagur, apríl 17, 2015
Blaðröndin
Dreymdi að einhver væri að stela appelsínugulum kagga en ég hélt í bandið sem lá úr honum og kom í veg fyrir stuldinn en þurfti að halda mjög fast og vaknaði og framkvæmdi morgunverkin bæn hugleiðsla hafragrautur með granateplum (hvar væri heimurinn án granatepla) og sítrónuvatn og kaffi og Beinhvít skurn og svo lesnar umfjallanir um annála um Heklugos og þá kom hugmyndin um allar þessar spássíur.
Öll höfum við smakkað blöð og vitum vel að það er hægt að borða þau. Það er hægt að skera spássíuna úr öllum bókum landsins og þá er komið margra ára fóður fyrir fátæka námsmenn þessa lands og lánasjóðurinn gæti bara lokað og ávaxað sitt pund fyrir feitu árin. Munnbleyttar blaðsíður með granateplum er framtíðin. Blaðsúpa með spássíubrauði, namminamm.Hver ætlar að skrifa fyrstu matreiðslubókina?
Fjársjóðir landsins eru hér, við handfjötlum þá á hverjum degi.
mánudagur, apríl 13, 2015
Hækjurnar sem halda okkur uppi
Þegar kona býr til umsókn sem hún þorir varla að gera og vantar hugrekkis-hækjur þá les hún bókina Beinhvít skurn eftir Soffíu Bjarnadóttur og hlustar á P J Harvey á meðan. Þá kemur þetta. Í ljósinu fyrir ofan mig liggur dauð fluga. Í nótt dreymdi mig rjúkandi kúk í kraumandi klósetti. Í hugann ryðst stöðugt þessi skipun, aftur og aftur: ,,Leggðu á djúpið! Leggðu á djúpið!"
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)