föstudagur, september 30, 2005
Á bak við tjöldin eru völdin
Æ þarf aðeins að tjá mig um Baugsmálið fræga. Eftir tíu ár munu þreyttir framhaldsskólanemar þurfa að skrifa heimildaritgerðir um Baugsmálið fræga og valdablokkirnar sem kepptu um völd, peninga, völd og peningar af starkri hógværð. Það hóta allir að kæra alla - með þessu framhaldi hættir fólk að kippa sér upp við slíkar hótanir. Mér er bara um megn að ímynda mér allt sem fer fram á bak við tjöldin - úfff kannski vil ég ekki vita það :-)
Vasadiskóið hennar Jóhönnu af Örk
Ég keyrði Laugarveg í vestur við Nóatún, gafst upp á bullinum á ríkisstöðvunum og setti á 97.7 (hvað sem sú stöð heitir nú, Xið, Radíó, XRadíó... - æ ég hlusta alltaf bara á rás 1) og þá hljómaði Smiths lag í tækinu. Big mouth strikes again. Nema með einhverri annarri hljómsveit - nokkuð flottur söngur (sjálfsagt á ég að vita hverjir þetta eru, en ég er orðin gömul sál sem hlustar á rás 1). En textanum var breytt lítillega - kannski svo að unga kynslóðin skildi textann. Í staðinn fyrir ,,Now I know how Joan of Arc felt, as the flames rose to her roman nose and her walkman startet to melt..." var sagt "...as the flames rose to her roman nose and her cd drive started to melt". Vasadiskó er náttúrulega úrelt og ungt fólk veit ekki hvaða forntæki það er. Mig minnir allaveganna að það hafi verið cd drive frekar en einhver önnur tækninýjung.
sunnudagur, september 18, 2005
Hvar er draumurinn?
Þriðjudaginn 13. sept. sat ég í Norræna húsinu og hlustaði á viðtal við rithöfundana Javie Cercas og James Meek. Silja Aðalsteinsdóttir settist við hliðina á mér og mig langaði að spyrja: Hvenær kemur næsti hefti af TMM? Því ég vissi ekki að þá þegar var heftið (með litlu sögunni minni) komið í póstkassann heima. En hún var fljót að flytja sig um set yfir til kunningja. Smám saman fylltist salurinn og einhvern tímann í miðju viðtali (tímaskynið hvarf) kom gömul kona inn í salinn. Hún var í síðri rauðri kápu og ég hugsaði samstundist að greyið kerlingin hefði álpast þarna inn af einhverri rælni, kannski ætlað á salernið en endað í viðtali á útlensku. Hún settist við hliðina á mér og eftir miklar vangaveltur komast ég að þeirri niðurstöðu að hún var á réttum stað. En þá kom drungaleg hugsun óvænt í flasið á mér. Í gegnum árin hef ég oft skrifað um gamlar kerlingar og allt í einu fannst mér þessi kona vera fulltrúi þeirra allra - sendiboði úr skrifum mínum sem þurfti að koma til mín skilaboðum, fyrir hönd allra heimsins kerlinga. Eins og að persóna úr skrifum mínum væri mætt til að ræða við mig, til að leiðrétta rangan misskilning eða koma skoðunum sínum betur að inn í textann. Þegar viðtalinu við James Meek lauk og fólk reis á fætur þá leit ég opinmynnt á konuna, tilbúin að hlusta á visku hennar.
Fimmtudaginn 15. sept mætti ég óvenju snemma í Iðnó og ekki einu sinni búið að opna salinn. Þegar hann opnaði gat ég valið mér sæti af kostgæfni, annað en hægt er að segja um þá sem voru svo óheppnir að mæta 20-30 mín. síðar. Paul Auster var stjarna kvöldsins en Einar Kárason og Kristín Eiríksd. komu sterk inn. Að vanda mætti ég ein, enda ekki miklum bókmenntaáhuga að dreifa á meðal vina og vandamanna (að undanskildum skipstjóranum föður mínum, en hann mundi ekki láta sjá sig í léttvínssamsæti sem þessu) og reyndi að vera svolítið kúl á því. Hverfa dularfull út um hurðina og fyrir utan var margt um manninn og ég reyndi að missa ekki kúlheitin við það að ganga út úr húsinu. Og sá ekki steypustólpa sem stóð upp úr stéttinni og rakst harkalega utan í hann. Beit á jaxlinn en gat ekki annað en misst út úr mér ,,ááá" en með kúlheit í röddinni og strunsaði af stað að bílnum.
Næsta dag framkallaðist marblettur á hægra lærinu á mér. Mér finnst ég sjá svip Austers í blettinum.
Í gærkvöldi endaði ég á balli með Sálinni. Hljómsveitin sem ég dýrkaði sem unglingur en sneri síðan baki við því ég þurfti frekar að hlusta á Waits, Cave, P.J. Harvey og Breeders. Vinkona mín hefur haldið tryggð sinni við Sálina og ég lét tilleiðast. Þetta fékk mig til að rifja upp árið þegar hljómplatan ,,Hvar er draumurinn?" kom út. Þá sat ég límd við útvarpstækið og náði upptökum af frumflutningi allra laganna. Kunni þau síðan utanað loksins þegar platan kom út. Kannski eru textarnir hans Stebba miklir, duldir áhrifavaldar í skrifum mínum - hvur veit??
Sem sagt spennandi vika að baki, full af hori á öxl - og horið heldur áfram að streyma úr kvefaðri dóttur minni. Ekki gott að líta of mikið um öxl því þá gæti nef mitt fests í horinu.
Fimmtudaginn 15. sept mætti ég óvenju snemma í Iðnó og ekki einu sinni búið að opna salinn. Þegar hann opnaði gat ég valið mér sæti af kostgæfni, annað en hægt er að segja um þá sem voru svo óheppnir að mæta 20-30 mín. síðar. Paul Auster var stjarna kvöldsins en Einar Kárason og Kristín Eiríksd. komu sterk inn. Að vanda mætti ég ein, enda ekki miklum bókmenntaáhuga að dreifa á meðal vina og vandamanna (að undanskildum skipstjóranum föður mínum, en hann mundi ekki láta sjá sig í léttvínssamsæti sem þessu) og reyndi að vera svolítið kúl á því. Hverfa dularfull út um hurðina og fyrir utan var margt um manninn og ég reyndi að missa ekki kúlheitin við það að ganga út úr húsinu. Og sá ekki steypustólpa sem stóð upp úr stéttinni og rakst harkalega utan í hann. Beit á jaxlinn en gat ekki annað en misst út úr mér ,,ááá" en með kúlheit í röddinni og strunsaði af stað að bílnum.
Næsta dag framkallaðist marblettur á hægra lærinu á mér. Mér finnst ég sjá svip Austers í blettinum.
Í gærkvöldi endaði ég á balli með Sálinni. Hljómsveitin sem ég dýrkaði sem unglingur en sneri síðan baki við því ég þurfti frekar að hlusta á Waits, Cave, P.J. Harvey og Breeders. Vinkona mín hefur haldið tryggð sinni við Sálina og ég lét tilleiðast. Þetta fékk mig til að rifja upp árið þegar hljómplatan ,,Hvar er draumurinn?" kom út. Þá sat ég límd við útvarpstækið og náði upptökum af frumflutningi allra laganna. Kunni þau síðan utanað loksins þegar platan kom út. Kannski eru textarnir hans Stebba miklir, duldir áhrifavaldar í skrifum mínum - hvur veit??
Sem sagt spennandi vika að baki, full af hori á öxl - og horið heldur áfram að streyma úr kvefaðri dóttur minni. Ekki gott að líta of mikið um öxl því þá gæti nef mitt fests í horinu.
fimmtudagur, september 01, 2005
Peter Lehmann
var mikill hugsuður á 19. öld. Hann kollvarpaði fummyndakenningu Platóns og setti fram hina byltingarkenndu skuggamyndarkenningu stórborganna. Sagði kenningar um hella úreltar og nútímamanninum ófært að skilja slík hugtök, vildi heldur sjá umfjöllun um skuggamyndir stórborga þar sem skuggamyndir ganga um húsveggi. En kenningin var skotin niður, drepin og grafin (í helli) af ný-platonistum!! Nei nú hætti ég þessu bulli - þessari hræðilega gegnsæu sögufölsun. En það breytir ekki þeirri staðreyndir að ég hef hugsað til Lehmanns síðan á laugardaginn.
Þá hitti ég hann (hálfan) á góðum veitingastað, drakk hann í mig með gómsætri kjúklingabringu og síðan þá hef ég hugsað þegar ég horfi á sjónvarpið:
* Davíð Oddsson gerir fríverslunarsamning við Færeyjar: ætli hann hafi fengið sér Peter Lehmann hvítvín fyrir eða eftir fréttamannafundinn??
* Þulurinn glottir dagskrána: hann er örugglega nýbúinn að dreypa á ísköldum Lehmann.
* Lögregluforinginn hleypur eftir krimmanum, á regnvotu stræti um dimma nótt: ætli hann fái sér Peter Lehmann að góðri handtöku lokinni???
Og þannig hef ég hugsað háleitar hugsanir þessa vikuna og hver veit nema ég fjárfesti í einni flösku áður en árinu lýkur.
Þá hitti ég hann (hálfan) á góðum veitingastað, drakk hann í mig með gómsætri kjúklingabringu og síðan þá hef ég hugsað þegar ég horfi á sjónvarpið:
* Davíð Oddsson gerir fríverslunarsamning við Færeyjar: ætli hann hafi fengið sér Peter Lehmann hvítvín fyrir eða eftir fréttamannafundinn??
* Þulurinn glottir dagskrána: hann er örugglega nýbúinn að dreypa á ísköldum Lehmann.
* Lögregluforinginn hleypur eftir krimmanum, á regnvotu stræti um dimma nótt: ætli hann fái sér Peter Lehmann að góðri handtöku lokinni???
Og þannig hef ég hugsað háleitar hugsanir þessa vikuna og hver veit nema ég fjárfesti í einni flösku áður en árinu lýkur.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)