föstudagur, september 30, 2005

Vasadiskóið hennar Jóhönnu af Örk

Ég keyrði Laugarveg í vestur við Nóatún, gafst upp á bullinum á ríkisstöðvunum og setti á 97.7 (hvað sem sú stöð heitir nú, Xið, Radíó, XRadíó... - æ ég hlusta alltaf bara á rás 1) og þá hljómaði Smiths lag í tækinu. Big mouth strikes again. Nema með einhverri annarri hljómsveit - nokkuð flottur söngur (sjálfsagt á ég að vita hverjir þetta eru, en ég er orðin gömul sál sem hlustar á rás 1). En textanum var breytt lítillega - kannski svo að unga kynslóðin skildi textann. Í staðinn fyrir ,,Now I know how Joan of Arc felt, as the flames rose to her roman nose and her walkman startet to melt..." var sagt "...as the flames rose to her roman nose and her cd drive started to melt". Vasadiskó er náttúrulega úrelt og ungt fólk veit ekki hvaða forntæki það er. Mig minnir allaveganna að það hafi verið cd drive frekar en einhver önnur tækninýjung.

Engin ummæli: