þriðjudagur, nóvember 29, 2005
Blikksmiðir í Edinborg
Já veisluhöldin og ferðalögin halda áfram. Það er ekki eins og maður sé illa haldinn, fátækur námsmaður þessa mánuðina slíkt er veldið á manni þessi misserin. Jú enn ein utanlandsferðin, núna til Edinborgar á árshátíðarferð rómaðrar blikksmiðju í bænum. Við skötuhjúin skulfum undan köldu skosku rigningunni og yljuðum okkur í flóðalýstum búðunum. Jólagjafirnar voru afgreiddar á einu bretti og Edinborgarkastali gnæfði yfir í öllum sínum ljóma. Niðurstaða að ferð lokinni: hingað kem ég aftur (að sumri til)!!! Nú gefst ég endanlega upp á því að setja inn myndir - hefur ekki tekist hingað til, rembdist við að setja flotta mynd af Esjunni við þann texta og mynd frá Búdapest við tilsvarandi texta þannig að mynd af Edinborgarkastala verður að bíða frekari færni í tölvuklambri af minni hálfu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli