miðvikudagur, desember 06, 2006

Mig grunar að síminn minn sé hleraður. Það er alltaf einhver draugur á línunni, niðurbældur hósti. Stundum heyri ég andardrátt í miðjum allegorískum samtölum um veðrið. Við móðir mín erum alltaf jafn undrandi á því hvað veðrið er ólíkt í Keflavík og Kópavogi. Nú mun ríkissaksóknari eflaust biðja sýslumanninn hér í bæ að rannsaka málið - nú þegar ég hef tjáð grundsemdir mínar. Og ég mun biðja um gagn-hlerunarbúnað á símann.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er mjög dularfullt

Jón Örn sagði...

vúhú það er til fleira nojað fólk en ég