miðvikudagur, desember 20, 2006

Vaskr maðr

Nú er höfuðið á mér að springa af fróðleik um Íslendingasögurnar. Prófið verður ekki fyrr en kl. 13:30 á morgun og eftir það byrjar jólaundirbúningurinn fyrir alvöru. Jólarykið hefur dreift sér um alla íbúð og kannski fær það bara að vera áfram, jólaryk er betri kostur en jólastress. Og nýlega tók ég þá viturlegu ákvörðun að vera ekki í skóla á næstu önn heldur setja kennsluréttindanámið á salt og leyfa því að súrna vel í einhvern tíma. Þá get ég notið þess að lesa allt sem tönn á festir og geta valið sjálf bókakostinn (ég fæ vatn í munninn).

Engin ummæli: