
Ljóðaupplestur Nykurs var hin besta skemmtun og gekk nokkuð vel að mínu mati. Reyndar finnst mér skelfilega ógnvekjandi að lesa sjálf en kemst í gegnum það með frösum eins og ,,stígðu inn í óttann", ,,engri áhættu fylgja engin mistök" og það besta er ,,slepptu tökunum á öðrum og skoðunum þeirra".
Það sem kætir mig mest er hve litskrúðugur Nykurinn er með ólíka einstaklinga og ólík skáld. Fjölbreytileikinn er styrkleiki og í þessari fullkomnu uppskrift hrópa ég ,,pant vera basilíkan!!!". Þessa dagana er basilíka uppáhalds kryddjurtin mín og fær að fljóta með í alla potta. Ég hef hafnað bragðgóðu tilboði um að vera hvítlaukssaltið í hópnum og held mig við basilíkuna (einær jurt af varablómaætt). Þau ykkar sem hafið ekki smakkað basilíku skuluð gera það strax!