
Það sem kætir mig mest er hve litskrúðugur Nykurinn er með ólíka einstaklinga og ólík skáld. Fjölbreytileikinn er styrkleiki og í þessari fullkomnu uppskrift hrópa ég ,,pant vera basilíkan!!!". Þessa dagana er basilíka uppáhalds kryddjurtin mín og fær að fljóta með í alla potta. Ég hef hafnað bragðgóðu tilboði um að vera hvítlaukssaltið í hópnum og held mig við basilíkuna (einær jurt af varablómaætt). Þau ykkar sem hafið ekki smakkað basilíku skuluð gera það strax!
2 ummæli:
ég vil ekki vera leiðinlegur
en er ekki rétt að segja:
Arngrímur Nykri...
ekki að ég sé einhver ofsa maður í fallbeygingum -
mér finnst bara eitthvað svo sætt að sjá Nykur beygt.
Hefði viljað vera þarna og hlusta á þig en ég mæti bara næst.
Skrifa ummæli