sunnudagur, mars 18, 2007

Í frumskógi á fjallvegum

Helginni var eitt í einangrum í sumarbústaðnum Frumskógi. Setti síðasta punktinn á handritið ,,Fjallvegir í Reykjavík" á nánast sama tíma og þingið lauk störfum eftir 4 ára basl. Mitt basl hefur staðið í 7 ár. Þó með mislöngum hléum. Hef týnt mér í dútli við að taka út orð, setja inn orð, stytta og snurfusa. Það snjóaði endalaust svo að skokk-gírinn fékk að liggja í töskunni. Mokaði mig hins vegar út í gær og vil að vaðstígvél fylgi svona bústöðum. Í dag sá ég svona för í snjónum:
oIo
oIo
oIo

I á reyndar að móta óbrotna línu - sem sagt hoppandi mús. Heimförin tók nánast þrjá klukkutíma í hálkugaddi og skafrenningi - hélt ég mundi ekki hafa það upp Kambana en komst yfir heiðina með því að halda mig nálægt einum jeppanum. Nú verður herjar á yfirlesurum og vonandi kemur kjarnyrt gagnrýni út úr því. Stefnt er á útgáfu með vorinu.

Engin ummæli: