laugardagur, mars 31, 2007

Háspenna

Þá bíður maður spenntur við tölvuna eftir lokatölum í álverskosningunni. Á morgun er ár síðan ég gekk inn til þáverandi yfirmanns míns með uppsagnarbréf í höndunum, í fyrsta skipti á ævinni. Þurfti að ítreka að þetta væri ekki aprílgabb. Í fyrramálið munum við þjóta fyrir allar aldir úr dyrunum í þvældum sparifötum með skonsur á bakka til að mæta í fermingu í Hveragerði. Vonandi rústar rokið ekki hárgreiðslunni. Hvað ætli íslenska rokið hafi margar hárgreiðslur á samviskunni?

Engin ummæli: