
Eftir að hafa tekið GPS punkta á vel völdum stöðum í borginni að morgni Hvítasunnudags komst ég að þeirri almennu vitneskju að nánast allt borgarlandið er á sömu lengdar- og breyddargráðu. Það skeikar bara um mínútur og sekúndur. Skeikar því ekki alls staðar, í lífinu, ef því er að skipta?Lauk sömuleiðis um helgina bókinni Never let me go eftir Kazuo Ishiguro. Höfundur sem er ótrúlega lunkinn við að skrifa texta með þunga, ofurþunga undiröldu.
Annars þarf ég að athuga hvort ég sé nokkuð að brjóta höfundarrétt með því að birta kápumyndir. Einhver upplýsi mig sem veit betur!! Verandi rótandi í þannig rétti alla daga þá hef ég kannski fengið snefil af virðingu fyrir honum.
