þriðjudagur, maí 08, 2007

Ekki meir, Geir!

Var fyrirsögn á frægum plötudómi sem margir muna enn eftir. Setningin hefur lifnað við í kollinum á mér eftir að auglýsingar með Geir segja að traust efnahagsstjórn sé stærsta velferðarmálið. Hvað er efnahagsstjórn? Hvað er traust efnahagsstjórn? Hvenær verður hún ótraust? Einhverra hluta vegna sé ég alltaf XD sem flokk fyrirtækja og atvinnurekenda - veit ekki alveg af hverju.

Næst held ég að XD muni segja: það kom vor á eftir vetrinum og síðan kom sumar - en ekkert víst að það gerist aftur að ári ef önnur ríkisstjórn verður við líði.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Traust efnahagsstjórn þýðir að einkavæða allar ríkisstofnanir og selja landið einkafyrirtækjum.

Nýir tímar á traustum grunni veit ég ekki hvað þýðir. Hafa þeir ekki verið við völd í sextán ár eða hvaðþaðnúvar? Hvað er svona traust við þann grunn og hvað er svona nýtt við þessa tíma ef ekkert fær að breytast?