
Eftir að hafa hlustað á ófáar vangaveltur í fjölmiðlum um óhagstæðar sveiflur íslensku krónunnar þá gerði ég uppgötvun í miðjum eldhúsverkum. Íslenska krónan er einfaldlega eins og íslenska veðrið. Alltaf að breytast og óútreiknanleg.
Í framhaldi fór hausinn á mér að fabúlera um að kannski hefur veðrið þessi áhrif á krónuna eða krónan þessi áhrif á veðrið. Auðvitað getum við hent krónunni út í vindinn og tekið upp evru en við getum ekki losað okkur við veðrið. Verst að geta ekki fengið krónufræðinga sem spá í sveiflurnar fram í tímann eins og veðurfræðingar spá í loftþrýsting og millibör.

Þegar hver millinn á fætur öðrum kemur og segir að krónan sé ómöguleg veit ég ekki alveg hverju ég á að trúa. Og spyr mig: getur verið að þeir sýni núna hjarðhegun? Byrjaði ein kindin að jarma og þá tóku allar hinar undir í kór?
1 ummæli:
Eða eins og dæmin sanna með hjarðhegðun sauðkindarinnar- hlaupa þeir allir út í á vitlausu gengisvaði og troðast undir við ófærann bakkann hinumegin árinnar.
Skrifa ummæli