föstudagur, september 14, 2007


Á milli tarna rýni ég í bækur.

Frá því á vormánuðum hef ég lesið þessar ljóðabækur sem ég mæli hiklaust með: Hnattflug eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur; Á stöku stað með einnota myndavél eftir Árna Ibsen og Sumir láta eins og holdið eigi sér takmörk sem er frábært bók eftir Véstein Lúðvíksson. Þar sem ég er líka svo heppin að eiga eintök af þessum bókum geta ættingjar, vinir og kunningjar fengið þær lánaðar.

Þessa stundina er ég bæði að lesa Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð eftir Arto Paasilinna sem er full af finnskum svarthúmor og Borg eftir Rögnu Sigurðardóttur sem kemur skemmtilega á óvart.

Undir þeim bíða Ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku eftir Marinu Lewycka og Frá gósenlandinu eftir Kirsten Hammann - en báðar voru gestir Bókmenntahátíðar í þessari viku (og ég sá þær báðar lesa upp í Iðnó). Ennþá fleiri bíða á eftir þeim og þýðir lítið að tíunda það heldur betra að slíta sig frá tölvunni yfir í bækurnar.

Engin ummæli: