
sátum við Helga vinkona mín á tónleikum Rúnka Tjúll í Laugardalshöllinni í gærkvöldi og skemmtum okkur vel.
Margir góðir slagarar voru teknir og bakraddirnar stóðu sig alveg jafn vel og allir aðrir söngvarar kvöldsins. Oft er gaman að fylgjast með hvenær bakraddirnar þurfa að góla og hvenær ekki. Ef ég mundi vilja frysta einhverjar 2 sekúndur af tónleikunum þá er það andarakið sem Jóhann Helgason (bakraddasöngvari kvöldsins) stóð í myrkrinu á sviðinu með putta í öðru eyranum og gólaði ,,nýrnakast" úr laginu ,,Harð snúna Hanna".
Þegar Gylfi Ægis kom og tók ,,Stolt siglir fleyið mitt" hvaflaði að mér að auðvitað kæmi þetta lag til greina sem þjóðsöngur (í ljósi textans í viðlaginu) en síðan hef ég hugsað málið betur og komist að raun um að það er ekki sniðugt.
Sem sagt skemmtilegir tónleikar þar sem Rúnki var sannkallaður Herra rokk.