miðvikudagur, október 03, 2007

Krydd dagsins


er kóríander. Keypti ferskan kóríander í gær (í fyrsta skipti á ævinni) og brytjaði laufin út í dýrindis pastarétt kvöldsins. Og ég er ástfangin!

Hélt lofræður um kóríander yfir hausamótunum á vinnufélögunum í dag og síðan smurði ég (af stakri tilviljun) kóríander pestó yfir brauðið. Hér er fróðleikur um jurtina.

Nú verður kóríander rifinn yfir kvöldmatinn næstu tvær vikur eða svo.

Engin ummæli: