sunnudagur, október 21, 2007

Þá

er Fréttablaðið búið að afgreiða ritdóm með stæl. Nóg komið af ritdómum og vonandi verða þeir ekki fleiri, maður getur verið mjög sáttur við 5 dóma og ekki allir sem fá dóma svo víða. Fyrstu viðbrögð við Fréttablaðs dóminum var að senda dómaranum kúamykju í pósti en síðan las ég þennan texta úr góðri bók:

Er ég að sóa tíma mínum og orku í að berjast gegn aðstæðum sem ekki eru svo merkilegar að ástæða sé til að gefa þeim gaum? Ég ætla ekki að láta ímyndunarafl mitt gera smávægilega örðugleika að miklu vandræðum. Ég ætla að reyna að gera mér ljósa grein fyrir aðstæðunum og gefa þeim ekki meira vægi eða veita þeim meiri athygli en þær verðskulda...

Og ég læt nægja að senda dómaranum góða strauma og sendi mér og bókakorninu ennþá fleiri. Stundum eru dagar manns fullir af lúxusvandamálum og alltaf gott að átta sig á því.

2 ummæli:

Emil sagði...

Fimm dómar fyrir fyrstu ljóðabók er bara geggjaður árangur! Til lukku!

Nafnlaus sagði...

Nú hef ég ekki séð þennan dóm í Fréttablaðinu, en ég veit um gott mótefni við vondum dómum. Það er ljóðið 'Hundurinn og ilmvatnsflaskan' eftir Baudelaire, í íslenskri þýðingu Jóns Óskars, að mig minnir...