
Spennan var svo mikil á aðfangadag hjá skottunni að hún hvatti móður sína allan daginn til að fara nú að elda kvöldmatinn. Því hún vissi að pakkarnir koma á eftir matnum. Í fyrsta skipti í langan tíma var hún búin með matinn sinn á undan foreldrunum. Og hvatti foreldrana óspart áfram um að klára nú matinn sinn. Síðan var farið í pakkana og óhætt að segja að þemað í ár hafi verið bleikt með prinsessuívafi. Á jóladag og annan í jólum voru síðan jólaboð um allar trissur og mjög gaman að hitta fjölskylduna og borða góðan mat. Þökkum kærlega fyrir okkur - fyrir alla pakkana, matinn og jólakortin!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli