laugardagur, desember 01, 2007

Það var óneitanlega hressandi í gærmorgun þegar ég hljóp úr leikskólanum eftir að hafa kysst dótturina bless og settist inn í drossíuna. Í útvarpinu var Úlfhildur Dagsdóttir að tala um bókmenntagönguna sem verður einmitt í dag kl. 14, sjá hér. Og þegar ég hélt af stað inn í kaldan og svartan morguninn sagði hún frá því að í upphafi göngunnar verður lesið úr ljóðabók sem ekki hefur mikið borið á. Þar voru komnir Fjallvegir í Reykjavík.

Það gleður textahöfund þegar textar hans gleðja aðra.

Engin ummæli: