laugardagur, janúar 17, 2009
Orð í endurnýjun lífdaga
Er að fletta í gegnum gamlar nótissu-bækur. Skrýtin þessi þörf fyrir að eiga alltaf litla skrifbók við höndina til að svala skrifandi tjáningarþörf. Var rétt í þessu að fletta í gegnum eina frá árinu 1999 og sé að það ár hefur verið óvenju frjótt. Vona að það sama verði uppi á tengingnum 10 árum síðar. Rakst hér á ein drög frá 19.10.1999:
Þetta er álíka öngþveiti og ef ljósastaurunum væri kastað í haug út á miðja götu með þeim skilaboðum að þeir ættu að finna sjálfir út stöðu sína í tilverunni. Og þeir mundu ráfa um með hálftómar perur og yrðu að láta bílana margkeyra yfir sig áður en þeir kæmust að þeirri
niðurstöðu að best væri að hanga á gangstéttarbrúninni og skima ofan í drullupollana á malbikinu.
Og önnur frá 21.11.1999:
Mér líður eins og
nál í heystakki
sem borðar
úlfalda með auganu
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli