föstudagur, febrúar 20, 2009
Á leið til vinnu og aftur heim
Frá og með áramótum byrjaði ég að nota strætisvagna til að komast í og úr vinnu. Tek innanbæjarstrætó í Kópavogi og næ síðan leið 1 beina leið í vinnuna og er um 5 mínútum lengur en ef ég færi á bílnum. Á leiðinni get ég lesið blöðin eða hlustað á góða tónlist.
Vagnarnir sem eru notaði í innanbæjarstrætó eru ekki eins glæsilegir og sá sem er á myndinni. Þetta virðast vera vagnar á síðasta snúningi og alltaf eitthvað nýtt sem kemur upp á þeim 7 mínútum sem það tekur mig að komast til og frá Hamraborginni.
Einn vagninn er með bilaða bjöllu og á stórum miða hjá bílstjóranum kemur fram að farþegarnir verða að hrópa vilji þeir láta stoppa. Annar vagninn virðist vera með bilaða bjöllu sem kveikir á sér sjálfkrafa. Sá vagn er alltaf að stoppa og við þrír farþegarnir sem vorum í honum um daginn höfðum ekki snert á bjöllunni og enginn steig út. Ekki nema draugar hafi verið með í för. Sumir vagnarnir eru þannig að það tekur hurðirnar óratíma að opnast og þá þurfa allir að vera mjög þolinmóðir.
Best er þó að lenda í vagni hjá pólska bílstjóranum sem er með reitulegt hár sem vex í allar áttir. Hann hlustar viðstöðulaust á útvarp Latabæ með allt í botni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Mann langar bara að verða samferða. :)
I lіke looking thгough a ρost thаt can make men and women thinκ.
Alѕο, manу thаnks fоr allowіng for me to сommеnt!
Look at my blog рοst ... tens therapy units
Verу ѕhortly thiѕ ωeb site will be famous amid all blog ѵisitors,
due to it's good content
Also visit my weblog :: http://www.makemoneybuynsellcars.biz
Goοd day! Would you mіnd іf I sharе your blοg ωith
my fаcebоoκ grοup?
There's a lot of people that I think would really appreciate your content. Please let me know. Thanks
Feel free to visit my blog post :: http://www.tensunitsupplies.com
Skrifa ummæli