sunnudagur, ágúst 05, 2012

Solanum tuberosum

Krækti mér (bókstaflega) í nokkur jarðepli úr kartöflugarðinum áðan. Ég er ekki frá því að kærleikskveðjurnar sem útsæðið fékk í vor áður en moldinni var sópað yfir séu að skila sér.

Ef ég væri hagfræðingur mundi ég eflaust finna það út að kílóverðið á þessum kartöflum væri mun hærra en út úr búð. En það verður að taka með í reikningsdæmið ánægjuna sem hlýst af vappi um kartöflugarða. Að fara átta ferðir með vatnskönnuna eftir stígnum í grasi sem nær bráðum mjöðmum og sjá kvöldsólina leika við dansandi tré. Og lyktin...maður lifandi.

Henti alls konar í pott og úr varð svo góður réttur að hér fáið þið drög að uppskrift:

Slatti nýjar kartöflur
Ein stór gulrót (í bitum)
Hvítkál (í bitum)
Smá engifer
Slatti af pastaslaufum

Allt soðið í vatni
Vatninu helt af þegar soðið.

Kartöflurnar stappaðar í pottinum.
Slatti af kryddsmjöri
Meiri engifer
Smá karrý
Hálf dós af Sólskinssósu (fæst tilbúin í Bónus)

Gott að gúffa í sig yfir Ólympíuleikunum í sjónvarpinu!!

Bon appetit!

1 ummæli:

Hafrún sagði...

Ánægjan er dýrseld, þar sem hún er á annað borð seld svo þú kemur út með myljandi hagnaði í þessari kartöflurækt.
Svo er hérna garðyrkjuhugmynd fyrir þá vilja rækta á svölunum
http://www.facebook.com/photo.php?fbid=453585174673868&set=a.426280230737696.100669.342950872403966&type=1&theater
Vona að myndin sjáist.