Í ljósi þess að ég hef eytt haustinu í að skoða leikrit og rembast eins og jólarjúpa við að skrifa nokkur slík fannst mér þessi klausa úr laginu ,,Not for me" með Chet Baker algjör snilld:
With love to lead the way
I've found more clouds of grey
than any Russian play could guarantee
Annars ætlaði ég að skrifa eitthvað viturlegt um heimsendi. En veit ekki hvað skal segja. Þegar dóttirin hringdi í angist til mín vegna yfirvofandi heimsendis þá sannfærði ég hana um að hann yrði ekki. Beit síðan í tunguna og vonaði heitt að ég gæti staðið við stóru orðin. Er ekki annars nokkuð hressandi að fá góða áminningu um að allt getur endað, einn daginn? Eilífðin er kannski bara þreytandi til lengdar. Það virðist líka fylgja okkur mannfólkinu að vilja vita allt fram í tímann, og þá látum við smámál eins og heimsendi ekki fara framhjá okkur. Eitt hefði ég hins vegar getað lofað dótturinni (en gleymdi því alveg) en það er að heimurinn mun breytast. Heimsmyndir breytast og enda. Á hverri mínútu deyr fólk sem var heimur út af fyrir sig. Þannig að með flókinni fabúleringu er hægt að færa góð rök fyrir því að heimsendir hafi orðið þann 21. des. Heimsendir verður á hverjum degi. Oft á dag.
Og á eftir heimsendi kemur jólaljósið. Þið fáu kuldastrá sem lítið hér inn, við ykkur hef ég bara eitt að segja: Gleðilegt jól!
1 ummæli:
Guð gefi þér og þínum gleðileg jól og farsælt nýtt ár.
Takk fyrir að deila þessu lagi, ég held barasta að ég leiti það uppi til að hafa í ipodnum.
Svo aðeins um rituð mismæli,ég byrjaði á að skrifa hérna gleðilag jól (bún að leiðrétta) og eftir á að það var vel viðeigandi og alveg í takt við pistilinn ;)
Sjáumst vonandi annað slagið á næsta ári.
Jólakveðja
Ásdís
Skrifa ummæli