þriðjudagur, september 23, 2014

Af útlegð

Í lok ágúst ákvað ég að prufa nýja tegund af útlegð: Loka reikningnum á fésbókinni og sjá hvað gerist. Fyrsta daginn virkjaði ég óvart reikninginn aftur með því að kveikja á Spotify. Í snarheitum fór ég aftur inn á fésið og lokaði. Spotify var því út úr myndinni og youtube notað í staðinn. Síðan varð þögn, andvari.

Einbeitingin varð betri, ég fór að horfa á bíómyndir, lesa bækur og gera margt annað skemmtilegt. Nú fer að líða að því að ég skunda aftur inn á völlinn og þá verður mikið fjör. Stærsta áskorunin verður að fara ekki aftur í varðstöðuna (eða vaktavinnu í sjálfboðastarfi) - þ.e. vera alltaf á verði og fylgjast með og vakta og passa að maður missi örugglega ekki af neinu.

Hann er ótrúlega sterkur þrýstingurinn að nota þennan miðil. Á þessum mánuði hef ég til dæmis misst af ýmsum viðburður, tilkynningum, samtölum (sem er kannski bara allt í lagi) en það sem er sárast er að ég sé ekki myndir af syninum á leikskólanum. Reyndar varð þrýstingurinn svo mikill að ég þurfti að stofna alter ego til að taka þátt í tveimur hópum, ég hefði átt erfitt uppdráttar í skólanum ef ég hefði ekki gert það.

Ætla nú samt að lesa þessa úttekt vel áður en ég opna reikninginn:
https://www.linkedin.com/today/post/article/20140922010418-49573554-when-you-stop-checking-facebook-constantly-these-10-things-will-happen

Niðurstaðan er þessi:
Fésbókin er ekki samfélagsmiðill, hún er þjóðfélagsmiðill. Þegar ég loka reikningnum mínum er ég að miklu leyti að stimpla mig út úr íslensku samfélagi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Læk á það

H

Larry Scott sagði...

Halló minn nafn er Larry Scott Gregory og ég er einkarekinn lán lánveitandi.

Ert þú í þörf af láni? Viltu vera fjárhagslega stöðug? Eða viltu að auka viðskipti þín? Við bjóðum fyrirtækið lán, farartæki lán, fyrirtæki lán, og persónulega lán á mjög minni vexti 3% með þægilegum lengd sem er samningsatriði. Þetta tilboð er opinn öllum sem vilja vera fær til að greiða til baka í tæka tíð.

Hafðu samband við okkur í gegnum netfangið okkar: larryfinance@yahoo.com

Ég bíð þér snögg viðbrögð.
Larry Scott Gregory