miðvikudagur, október 01, 2014

Undarlegt

er það hvernig dulvitundin starfar.

Fyrir mörgum árum skrifaði ég langa sögu um Sólrúnu, áttræða kerlingu sem fer á flandur. Við Sólrún tókum góðar rispur, vissum aldrei hvert við vorum að fara en vorum komnar langleiðina til Akureyrar þegar handritið fór ofan í skúffu.

Í fyrra skrifaði ég leikrit um Stefaníu, áttræða konu sem er komin á endastöðina (segi ekki meira).

Fór áðan að dansa með nokkrum góðum konum. Sagan um Stefaníu fór með mér í nokkra hringi, sveiflaðist til og allt í einu poppuðu upp spurningar:

* Er Sólrún Stefanía?
* Er Stefanía Sólrún?

Nú þarf ég að gramsa í skjölum, kíkja og lesa og spyrja Sólrúnu: ,,Hæ, heyrðu, ertu nokkuð Stefanía, seinna sko?" og svo spyr ég Stefaníu: ,,Hæ, afsakaðu truflunina, haltu bara áfram að dansa en getur verið að þú sért Sólrún, áður en þú endaðir hér?"

Síðan þarf ég að leggjast á meltuna og hlusta. HLUSTA á þessa veiku rödd sem muldrar á bak við þilið!

Engin ummæli: