Útvarpspistill fór í loftið áðan. Textinn er að hluti til ennþá í dulvitundinni og þegar ég las þetta upp þurfti ég ítrekað að minna mig á að anda. Ekki gleyma að anda. En málefnið er brýnt: lestur, tungumál, bækur og hvernig við skynjum heiminn í gegnum bækur og hinn illi virðisaukaskratti. Byrjar á mínútu 26. Hljóðin frá sýningu Haraldar Jónssonar skapa andrúmsloftið. Hlustið líka á alla hina snilldina.
http://www.ruv.is/sarpurinn/vidsja/16122014
Það er sérstaklega ánægjulegt að þátturinn skuli vera stútfullur af konum!!
þriðjudagur, desember 16, 2014
mánudagur, desember 15, 2014
15. desember
,,Á afmælisdaginn minn er ég alltaf jafn hissa á því að ég skuli ná að verða eldri en mamma." Þetta sagði mamma við mig þegar ég hringdi í fyrra til að óska henni til hamingju með afmælið. Amma Fríða í Sandvík var 61 árs þegar hún lést og mamma virtist alltaf búast við því að hennar biðu sömu örlög. Hún talaði mjög blátt áfram og opinskátt um dauðann og alltaf brá mér jafn mikið þegar setning byrjaði á ,,Þegar ég dey, þá ..." og þá vildi ég frekar taka upp léttara hjal. Í þessu símtali fyrir nákvæmlega ári síðan vissum við hvorugar að í raun átti hún bara 36 daga eftir á lífi.
Mamma hélt alla tíð mikið upp á Björgvin Halldórsson og síðustu ár fór hún oft fögrum orðum um Mugison. Þetta lag fær því að hljóma til minningar um fallega og ljúfa konu.
laugardagur, desember 13, 2014
Um flækju ólíkra þráða
(Vikugamall flaumur)
Í eyrunum hljóma sögur sem Sun Kil Moon sönglar í einföldum laglínum og ég les mér til um náttúrufræðirit Jóns lærða og langar að komast beint í handritin og hugsa um að fá mér kaffi og læt hugann reika til sonarins sem bakar piparkökur í leikskólanum og dótturinnar sem prjónar bangsaföt í skólanum og svo reyni ég að gleyma ekki fegurðinni sem er fólgin í kyrrlátum snjóflyksum á trjágreinum og varða leið mína um gangstéttar þennan dag þar sem öllu ægir saman en það er ekkert nýtt, þetta er bara venjulegur dagur með óvenjutæran huga. Svona gerist margt í einu á sama tíma á mörgum plönum og sviðum og víddum. Ólíkir þræðir þjappast saman í flækju sem er í raun ekki flækja heldur lífið eins og það er. Dreymdi í nótt sápukúlugjörning með krakkahópi og enn einn morguninn vakna ég og man að mig dreymdi heilmikið, fullt af verkefnum með fullt af alls konar fólki en get ekki fyrir mitt litla líf munað neitt, bara andrúmið og að ég man að ég man. Um daginn sagði pabbi mér að það er talið gott til upprifjunar á draumum að liggja alveg kyrr undir sænginni og hreyfa tærnar, þá komi draumarnir fram. Ég prufa stöðugt en ekkert gerist. Sveiflan kannski eitthvað vitlaus eða draumarnir búnir að gera sitt gagn, brjótast kannski fram í textum eftir mörg ár í öðru húsi. Stundum er líf mitt í litlum radíus, stundum stórum.
(Nýrri flaumur)
Það er fátt jólalegra en Eyrarbakki í desember og unga stúlkan í sjoppunni staðfesti við mig í dag að Rauða húsið er meira veitingastaður en kaffihús og ég þakkaði pent fyrir mig og reyndi að renna ekki á hausinn á göngunni til baka með jólaöl, snakk, lakkríssúkkulaði og pestó í pokanum og öll þessu litlu sætu hús sem eru í þyrpingum hér og þar og svo fór framhjá krakkahópur á hestbaki og allir hestarnir með rauðar húfur og ég fór auðvitað upp á sjóvarnargarðinn en þá var fjara og sjórinn svo langt í burtu en sjóndeildarhringurinn jafn stór og síðast og þetta litla hús hér er algjör draumur svo gott að sofa í þögninni og hlusta eftir músum en engar mýs só far en húsið er fullkomið fyrir utan gítarinn sem vantar í þetta hús því fátt er betra en að hvíla lúnar skrifhendur með því að plokka strengi en ég get bara tekið minn eigin næst og svo gramsa ég í ljóðum og opnaði áðan nítján skjöl þar sem alls konar ljóð síðustu ára hafa dreift sér um tölvuna en ég rak út nefið rétt áðan því loftsteinar eru víst að hrynja til jarðar en sá ekki neitt fyrir skýjum en ég þarf að komast suður og held ég fari á morgun eða hinn ef veður leyfir því pabbi gamli er veikur og getur ekki svarað í síma og þá langar mig að mæta á staðinn og sitja hjá honum og njóta nærverunnar fór allt í einu að hugsa um það í dag hvort spegilfrumurnar okkur muni breytast eða hvort þær þjáist á nærveruskorti sérstaklega hjá staklingum sem hitta bara aðra í tölvum/símum en ekki raunheimum og þá svelta spegilfrumurnar eða breyta sér og aðlagast en ef ég hugsa betur um það þá hef ég bara talað í raunheimum í dag við eina manneskju en það er unga stúlkan í sjoppunni og ég hreinlega varð að spyrja hana út í Rauða húsið bara til að geta átt einhver samskipti við einhvern í raunheimi og leyfa spegilfrumunum mínum að starfa örstutt svo er nú það.
Í eyrunum hljóma sögur sem Sun Kil Moon sönglar í einföldum laglínum og ég les mér til um náttúrufræðirit Jóns lærða og langar að komast beint í handritin og hugsa um að fá mér kaffi og læt hugann reika til sonarins sem bakar piparkökur í leikskólanum og dótturinnar sem prjónar bangsaföt í skólanum og svo reyni ég að gleyma ekki fegurðinni sem er fólgin í kyrrlátum snjóflyksum á trjágreinum og varða leið mína um gangstéttar þennan dag þar sem öllu ægir saman en það er ekkert nýtt, þetta er bara venjulegur dagur með óvenjutæran huga. Svona gerist margt í einu á sama tíma á mörgum plönum og sviðum og víddum. Ólíkir þræðir þjappast saman í flækju sem er í raun ekki flækja heldur lífið eins og það er. Dreymdi í nótt sápukúlugjörning með krakkahópi og enn einn morguninn vakna ég og man að mig dreymdi heilmikið, fullt af verkefnum með fullt af alls konar fólki en get ekki fyrir mitt litla líf munað neitt, bara andrúmið og að ég man að ég man. Um daginn sagði pabbi mér að það er talið gott til upprifjunar á draumum að liggja alveg kyrr undir sænginni og hreyfa tærnar, þá komi draumarnir fram. Ég prufa stöðugt en ekkert gerist. Sveiflan kannski eitthvað vitlaus eða draumarnir búnir að gera sitt gagn, brjótast kannski fram í textum eftir mörg ár í öðru húsi. Stundum er líf mitt í litlum radíus, stundum stórum.
(Nýrri flaumur)
Það er fátt jólalegra en Eyrarbakki í desember og unga stúlkan í sjoppunni staðfesti við mig í dag að Rauða húsið er meira veitingastaður en kaffihús og ég þakkaði pent fyrir mig og reyndi að renna ekki á hausinn á göngunni til baka með jólaöl, snakk, lakkríssúkkulaði og pestó í pokanum og öll þessu litlu sætu hús sem eru í þyrpingum hér og þar og svo fór framhjá krakkahópur á hestbaki og allir hestarnir með rauðar húfur og ég fór auðvitað upp á sjóvarnargarðinn en þá var fjara og sjórinn svo langt í burtu en sjóndeildarhringurinn jafn stór og síðast og þetta litla hús hér er algjör draumur svo gott að sofa í þögninni og hlusta eftir músum en engar mýs só far en húsið er fullkomið fyrir utan gítarinn sem vantar í þetta hús því fátt er betra en að hvíla lúnar skrifhendur með því að plokka strengi en ég get bara tekið minn eigin næst og svo gramsa ég í ljóðum og opnaði áðan nítján skjöl þar sem alls konar ljóð síðustu ára hafa dreift sér um tölvuna en ég rak út nefið rétt áðan því loftsteinar eru víst að hrynja til jarðar en sá ekki neitt fyrir skýjum en ég þarf að komast suður og held ég fari á morgun eða hinn ef veður leyfir því pabbi gamli er veikur og getur ekki svarað í síma og þá langar mig að mæta á staðinn og sitja hjá honum og njóta nærverunnar fór allt í einu að hugsa um það í dag hvort spegilfrumurnar okkur muni breytast eða hvort þær þjáist á nærveruskorti sérstaklega hjá staklingum sem hitta bara aðra í tölvum/símum en ekki raunheimum og þá svelta spegilfrumurnar eða breyta sér og aðlagast en ef ég hugsa betur um það þá hef ég bara talað í raunheimum í dag við eina manneskju en það er unga stúlkan í sjoppunni og ég hreinlega varð að spyrja hana út í Rauða húsið bara til að geta átt einhver samskipti við einhvern í raunheimi og leyfa spegilfrumunum mínum að starfa örstutt svo er nú það.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)