mánudagur, desember 15, 2014

15. desember


,,Á afmælisdaginn minn er ég alltaf jafn hissa á því að ég skuli ná að verða eldri en mamma." Þetta sagði mamma við mig þegar ég hringdi í fyrra til að óska henni til hamingju með afmælið. Amma Fríða í Sandvík var 61 árs þegar hún lést og mamma virtist alltaf búast við því að hennar biðu sömu örlög. Hún talaði mjög blátt áfram og opinskátt um dauðann og alltaf brá mér jafn mikið þegar setning byrjaði á ,,Þegar ég dey, þá ..." og þá vildi ég frekar taka upp léttara hjal. Í þessu símtali fyrir nákvæmlega ári síðan vissum við hvorugar að í raun átti hún bara 36 daga eftir á lífi.

Mamma hélt alla tíð mikið upp á Björgvin Halldórsson og síðustu ár fór hún oft fögrum orðum um Mugison. Þetta lag fær því að hljóma til minningar um fallega og ljúfa konu.




Engin ummæli: