laugardagur, október 22, 2005
,,Yfir heiðan morgun"
Á einhverju bókainnkaupafyllerínu hér um árið (örugglega í Perlunni) keypti ég ljóðabókina ,,Yfir heiðan morgun" eftir Stefán Hörð Grímsson. Beit það síðan í mig að þessa bók ætti ég að geyma og gefa einhverjum ljóðelskum ættingja eða vini við gott tækifæri. En síðan eru liðin mörg ár og einhvern veginn hefur bókin gleymst ofan í skúffu í glansandi plastinu. Þar sem ég er að fara að kenna í næstu viku um atómskáldin og þ.á.m. Stefán Hörð þá tók á þá ákvörðun að finna bókina. Gramsaði í gærkvöldi í skúffunni, dróg hana fram, settist hátíðlega við tölvuna og reyndi að vinna á plastinu. Aftan á bókinni var örlítið gaf á plastinu og ég ákvað að leggja þar til atlögu. En þá skrapa ég í bókina með nöglinni og snarhætti. Því gatið í plastinu, á bókinni hans Stefán Harðar, blasti við mér eins og starandi brostið auga vants. Ennþá er bókin í plastinu, mér finnst eins og hún heimti að vera í örygginu sem plastið veitir - kannski geri ég aðra atlögu á eftir og hver veit nema vötnunum fjölgi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli