
Hlustið á
þetta (mæli með "I dont wanna grow up") við lesturinn.
Í gær fór ég með dótturina út á leikvöll og varð svo yfirmáta þakklát fyrir yfirvarpið sem ég hef núna. Get rólað til himna og æft stökkin á mölina. Gleymi mér í sandkassanum og missi mig í kökuskreytingar. Rifja upp þekkinguna á viðskiptafræðinni í búðarleikjum. Fæ aftur fiðringinn í eltingaleikjum. Sór þess eyð í rennibrautinni að hætta aldrei að leika mér, sama hversu ,,barnalegt" það þykir.
Hver veit nema ég smakki sand í næstu ferð?