
Áhugaverð vika að baki. Stóð vaktina síðasta laugardag í Kolaportinu og seldi mannflóru góss og glásir. Á mánudaginn fékk ég glimrandi góðar fréttir sem verða opinberaðar hér síðar. Sama dag fór ég í Landsbjargargalla og stóð vaktina fyrir framan Egilshöll. Fór síðan inn að sjá Roger Waters og til að komast alveg upp að sviðinu var ég í skærgulu vesti með orðinu ,,gæsla" - það var furðuleg staða. Waters var flottur en mér fannst verst að fá ekki að vera með snarkandi talstöð.
Það sem eftir lifði vikunnar fór í rigningasudda og vinnu. Pælingar feykirófunnar viðhalda stöðugu sumri í sálinni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli