fimmtudagur, júní 01, 2006

Hágæðagrilltangir



Þeim fækkar skiptunum sem ég hlusta á eitthvað annað en Útvarp Latabæ og þá hellist ótrúlegur fróðleikur til mín úr bílaútvarpinu. Heyrði í morgun að ef ég kaupi Toyota Corolla þá fylgir stór grillpakki með þar sem m.a. eru hágæðagrilltangir. Hvernig tangir ætli það séu? Fjarstýrðar? Eða með ljósi svo hægt sé að grilla í myrkrinu næsta vetur? Ég sökkvi mér ofan í ómerkilega auglýsingar þessa dagana, mæni á auglýsingaskilti og syndi um bloggheima - geri allt til að gleyma úrslitum kosninganna.

1 ummæli:

Sóley sagði...

sæl og blessuð, takk fyrir kveðjuna og sömuleiðis :)