sunnudagur, ágúst 13, 2006



Mæli eindregið með Eyrbyggju fyrir þá sem hafa gaman af hrollvekju, átökum og blóði (og geta yfirstigið flókin ættartöl og allt of mörg mannsnöfn sem byrja á Þor..). Sögusviðið er Snæfellsnesið. Nú hefur Rigning í Nóvember tekið við og lofar mjög góðu enda Auður Ólafsd. snillingur að mínu mati eftir að ég las hina lítt þekktu bók Upphækkuð jörð.
Annars hefur streptokokka sýking sett hömlur á bloggbull og almenna vellíðan síðustu daga. Það fer vonandi að lagast þökk sé sýklalyfjum.