föstudagur, ágúst 18, 2006

Óritskoðaðar gamlar glæður


Á meðan vatnskassinn
jafnar sig
býr handklæðið sig
undir átök



Óðagotið
þegar óvæntan
gest ber að garði


Kaffilyktin í loftinu
hefur alltaf eitthvað
að segja


Spýtandi munnvatns-
kirtlar þegar kakan
er borin
úr ísskápnum


Ánægjan yfir
spegilmyndinni
þegar punkturinn er
varalitaður yfir i-ið


Þegar dregið er fyrir
og kveikt á lampa
breyta skuggarnir
um lögun


Regnbarið bárujárn
í logni
gefur tjald-
tilfinningu

Engin ummæli: