laugardagur, apríl 07, 2007

Kraftbirtingarhljómur hugmynda



Kvöldin mín eru full af bókum og netrápi en sjónvarpslampinn kaldur. Kveikti þó á heimilisaltarinu um daginn og rakst á raunveruleikaþátt um leitina að ameríska uppfinningamanninum. Hafði bara nokkuð gaman af. Sérstaklega þar sem ég rifjaði upp alla bílskúrs-uppfinningamennina sem ég talaði við í gamla starfinu. Neistinn í augunum á þeim þegar þeir lýsa uppgötvunun sínum er svo heillandi. Þessi drifkraftur þegar hugmyndir fá orð, form og tilgang.



Í ameríkunni er hægt að fá einkaleyfi á öllu undir sólinni á meðan í Evrópu og þar með talið Íslandi eru reglurnar mun, mun strangari. Þess vegna fussaði ég og sveiaði yfir öllum uppfinningunum í þættinum sem höfðu ekki nógu mikið nýnæmi, voru ekki með nógu háa uppfinningahæð og vitað mál að fagmenn á viðkomandi sviði geta auðveldlega látið sér detta í hug að leysa vandann akkurat svona.

2 ummæli:

Díana Ósk sagði...

Langaði bara að merkja við :) Vona að ykkur líði vel og hafið átt góða páska.

bjarney sagði...

Takk fyrir kveðjuna Díana!! Við áttum mjög góða páska og höfum það mjög gott!!