Það er alltaf jafn gaman að uppgötva nýja tónlist, og þar með nýtt andrúmsloft. Tvær nýjustu uppgötvanirnar sem ég vil koma út í heiminn eru Ray og Kalli.
Kalli heitir Karl Henrý Hákonarson og gaf nýlega út diskinn "Last train home" hjá Smekkleysu. Ótrúlega ljúfir tónar - hér er gott dæmi um flott lag. Mæli með þessum diski!
Svo er það Ray LaMontagne - hef verið að hlusta á fyrsta diskinn hans Trouble og líkar vel. Gaman að vita að ég á eftir að skoða 3 nýrri afurðir frá honum.
Hér er titillagið af Trouble. Og hulstrið er flott!
laugardagur, mars 19, 2011
miðvikudagur, mars 16, 2011
Á vegi mínum
verður stundum eitthvað áhugavert. Um daginn rakst ég á orð sem vakti athygli mína. Gamalt hugtak sem reyndist nýtt fyrir mér. Þekkti það samt vel, eins og eitthvað forngrískt drif í huganum (drif eru mér ofarlega í huga þar sem drifskaftið fór undan bílnum í vikunni).
Rak nefið ofan í heimspekibók og fann þennan hressandi heilagraut sem slíkur lestur getur verið. Þar var minnst á Atlas heilkenni. Atlas fékk skipun frá Seifi um að bera heiminn á herðum sér. Margir kannast við þessa tilfinningu að bera heiminn á herðum sér. Þá er ótrúlega ljúft að leggja hann niður eða einfaldlega kasta honum frá sér eða sparka honum út í loftið. Heimurinn fer hvort eð er sjálfkrafa á sinn rétta stað í sólkerfinu.
laugardagur, mars 12, 2011
Af blaðabunka
Það vill svo til um þessar mundir að ég er bæði með áskrift að DV og helgaráskrift að Morgunblaðinu. Í gær hafði ég ekki tíma til að tæma póstkassann svo að blaðabunkinn var stór sem beið mín í morgun. Það tók nánast daginn að komast í gegnum dramað í DV, minningargreinarnir í Mogganum í gær og í dag, Fréttablaðið í dag og Fréttatímann í gær.
Niðurstaða dagsins er: Það er hámark samviskuseminnar að lesa allt sem lendir í póstkassanum!
Niðurstaða dagsins er: Það er hámark samviskuseminnar að lesa allt sem lendir í póstkassanum!
föstudagur, mars 11, 2011
Er mál að mæla?
Ætli það ekki. Ýmislegt hefur á dagana drifið síðan í mars 2009. Merkast er að í september það sama ár fæddist Sölvi sem er núna 18 mánaða sólargeisli. Nokkrum vikum síðar skilaði ég BA ritgerð og lauk þar með íslenskunáminu, í bili. Nóvember það sama ár kom út bókin Svuntustrengur með örsögum og smásögum.
Á árinu 2010 las ég fullt af fyrirsögnum, þambaði kaffi, hélt eldheitar ræður um ástandið og pólitíkina yfir fjölskyldumeðlimum, naut mín í fæðingarorlofi, skrásetti smá tónlist sem hljómar um hvippin og hvappinn og margt fleira.
Nú er komið 2011 og tíminn teymir mig á eftir sér. Hef fyrir því haldbærar sannanir þegar aldurinn færist yfir þá hraðar tíminn sér.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)