miðvikudagur, mars 16, 2011
Á vegi mínum
verður stundum eitthvað áhugavert. Um daginn rakst ég á orð sem vakti athygli mína. Gamalt hugtak sem reyndist nýtt fyrir mér. Þekkti það samt vel, eins og eitthvað forngrískt drif í huganum (drif eru mér ofarlega í huga þar sem drifskaftið fór undan bílnum í vikunni).
Rak nefið ofan í heimspekibók og fann þennan hressandi heilagraut sem slíkur lestur getur verið. Þar var minnst á Atlas heilkenni. Atlas fékk skipun frá Seifi um að bera heiminn á herðum sér. Margir kannast við þessa tilfinningu að bera heiminn á herðum sér. Þá er ótrúlega ljúft að leggja hann niður eða einfaldlega kasta honum frá sér eða sparka honum út í loftið. Heimurinn fer hvort eð er sjálfkrafa á sinn rétta stað í sólkerfinu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli