Það er alltaf jafn gaman að uppgötva nýja tónlist, og þar með nýtt andrúmsloft. Tvær nýjustu uppgötvanirnar sem ég vil koma út í heiminn eru Ray og Kalli.
Kalli heitir Karl Henrý Hákonarson og gaf nýlega út diskinn "Last train home" hjá Smekkleysu. Ótrúlega ljúfir tónar - hér er gott dæmi um flott lag. Mæli með þessum diski!
Svo er það Ray LaMontagne - hef verið að hlusta á fyrsta diskinn hans Trouble og líkar vel. Gaman að vita að ég á eftir að skoða 3 nýrri afurðir frá honum.
Hér er titillagið af Trouble. Og hulstrið er flott!
1 ummæli:
vegna ekki:)
Skrifa ummæli